Tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag á greiðslum húsnæðisbóta (áður húsaleigubætur)

Þann 1. janúar 2017 taka gildi lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og falla þá úr gildi lög nr. 138/1997 um húsaleigubætur.

Sveitarfélögin hafa hingað til annast afgreiðslu húsaleigubóta til einstaklinga en frá 1. janúar 2017 munu eldri umsóknir um húsaleigubætur falla úr gildi og mun Vinnumálastofnun annast afgreiðslu húsnæðisbóta frá þeim tíma. Sérstakar húsaleigubætur og stuðningur vegna leigu 15-17 ára leigjenda á heimavistum og námsgörðum verður áfram hjá sveitarfélaginu.

Umsóknum um húsnæðisbætur ber að beina til Vinnumálastofnunar til þess að geta átt rétt á greiðslu húsnæðisbóta frá 1. janúar 2017. Vakin er athygli á að umsóknarferli varðandi húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnum er rafrænt á síðunni www.husbot.is.  Þar má einnig finna eyðublöð  til útfyllingar fyrir þá sem ekki er hafa tök á því að sækja um rafrænt.

Frekari upplýsingar varðandi húsnæðisbætur má nálgast á heimasíðunni www.husbot.is  og hjá Vinnumálastofnun.

Athugið að umsóknarfrestur vegna nk. janúarmánaðar er til 20. janúar 2017.