Tilkynning til landeigenda og umráðamanna lands

Að gefnu tilefni er því beint til landeigenda og umráðamanna lands að huga vel að ástandi girðinga en víða er viðhald girðinga ábótavant. Bent er á skyldur landeigenda í 11. grein girðingarlaga 135/2001 þar sem segir: Skylt er að halda öllum girðingum svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætt af þeim“. Þá skal fjarlægja ónýtar girðingar sem ekki er not fyrir, þannig að ekki skapist slysahætta af þeim.

Sveitarstjóri