Tilkynning frá yfirkjörstjórn vegna kosninga til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar

Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk. eru tveir og verða á kjördag opnir sem hér segir:

Ljósvetningabúð frá kl. 10:00 til kl. 22:00 og

Skjólbrekka frá kl. 10:00 til kl. 22:00

Í undirkjörstjórn á kjörstað í Ljósvetningabúð eru:

Steinn Jóhann Jónsson, Katla Valdís Ólafsdóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir.

Varamenn: Snorri Guðjón Sigurðsson, Aðalsteinn Már Þorsteinsson og Hanna
Berglind Jónsdóttir.

Í undirkjörstjórn á kjörstað í Skjólbrekku eru:

Birgir Steingrímsson, Bernadetta Kozaczek og Helgi Arnar Alfreðsson.

Varamenn eru: Atli Steinn Sveinbjörnsson, Sigríður Jóhannesdóttir og Hannes
Lárus Hjálmarsson.

Kjörskrá vegna kosninganna er skipt á milli sveitarfélaganna og ofangreindra tveggja kjörstaða. Kjósandi sem óskar eftir því að flytja sig á milli kjörstaða getur fengið heimild til þess flutnings enda fylli hann út eyðublað þar lútandi.

Á kjördag, meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir, mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur sitt í Félagsheimilinu Breiðumýri. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 864 2938 og tölvupóstfangið: kjorstjorn@thingeyjarsveit.is.

Talning atkvæða fer fram í Breiðumýri og hefst að kjörfundi loknum. Útsendingu frá talningarstað verður streymt á vefnum. Slóð á netstreymi verður auglýst á vef beggja sveitarfélaga.

Yfirkjörstjórn vegna kosninga til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags
Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, 3. maí 2022.

Dagný Pétursdóttir, Jón Þórólfsson, Tryggvi Þórhallsson