Tilkynning frá sveitarstjóra

Nú hafa stjórnvöld sett á samkomubann frá og með miðnætti 15. mars eins og tilkynnt var á blaðamannafundi í dag. Skólahald verður þá með breyttu sniði, framhalds- og háskólum verður lokað og fjarkennsla útfærð með einhverjum hætti en grunn-  og leikskólar verða áfram opnir en með breyttu sniði, en verið er að vinna frekari útfærslu af stjórnvöldum sem verður auglýst síðar í dag.

Viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar mun funda um stöðuna í kvöld og um helgina en fyrrgreind ákvörðun mun hafa áhrif á ýmsa starfsemi sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar verða settar inn á heimasíðuna eftir því sem fram vindur.

Viðbragðsáætlun Þingeyjarsveitar við heimsfaraldri innflúensu er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Mikilvægt er að við höldum ró okkar en jafnframt fylgjum vel fyrirmælum, þetta er samvinna og mikilvægt að við, hvert og eitt stöndum saman að því að draga úr faraldrinum með þeim aðgerðum sem yfirvöld setja.

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.