Tilkynning frá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Búið er að opna leiðina í gegnum Ljósavatnsskarð með fyrirvara enda snjóflóðahætta á svæðinu. Ökumenn eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar enda mokstri ekki lokið að fullu. Gera má ráð fyrir að þjóðveginum verði lokað síðla kvölds miðað við veðurspá þegar þetta er skrifað.