Til upplýsinga vegna fasteignagjalda

Þingeyjarsveit hefur nú lokið upphafs álagningu fasteignagjalda í fyrsta sinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi.

Álagningarseðlar hafa verið birtir á island.is en eru ekki sendir út á pappír. Innheimtukröfur vegna fyrsta gjalddaga hafa verið stofnaðar í Sparisjóðnum og birtast gjaldendum í heimabönkum. Þeir gjaldendur sem þess óska geta í sínum heimabanka stofnað beingreiðslusamning um fasteignagjöldin eða haft samband við þjónustufulltrúa í sínum viðskiptabanka, en beingreiðslusamningar sem voru í gildi vegna gjalda til gömlu sveitarfélaganna flytjast ekki sjálfkrafa yfir á nýtt sveitarfélag.

Ekki er lengur hægt að greiða fasteignagjöldin með boðgreiðslum kreditkortafyrirtækja. Allar frekari upplýsingar eru góðfúslega veittar í tölvupósti sigrun@thingeyjarsveit.is og í síma 464 3322.

Skrifstofustjóri.