Þingeyjarsveit og Efling auglýsa 100% sumarstarf til umsóknar
04.04.2017
Þingeyjarsveit og Efling auglýsa 100% sumarstarf laust til umsóknar. Starfstímabilið er 13 vikur, frá 15. maí til og með 18. ágúst.
Starfssvið:
- Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuskóla við ýmis garðyrkjustörf o.fl.
- Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka
- Tómstunda- og forvarnarstarf að hluta
- Önnur þjónusta og verkefni sem vinnuskóli og Efling veita hverju sinni
Reynsla og hæfniskröfur:
- Umsækjendur skulu vera 18 ára (fædd 1999 eða fyrr)
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð fyrirmynd og heilbrigður lífstíll
- Stundvísi og samviskusemi
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á Kjarna 650 Laugar eða í gegnum netfangið jonas@thingeyjarsveit.is
Laun samkvæmt kjarasamningi Framsýnar og launanefnd sveitarfélaganna.
Umsóknarfestur er til 20. apríl nk.
Nánari upplýsingar
Jónas Halldór Friðriksson
netfang: jonas@thingeyjarsveit.is
sími: 464-3322 eða 866-8843