Þingeyjarsveit leitar eftir umsjónaraðila með Þinghúsinu á Breiðumýri

Þingeyjarsveit leitar að umsjónaraðila með Þinghúsinu á Breiðumýri

Almennt:

Umsjónaraðili félagsheimilisins er verktaki og starfar samkvæmt verksamningi við Þingeyjarsveit.

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á daglegri umsjón með húsnæðinu og búnaði þess
  • Minni viðhaldsverkefni og smáviðgerðir ásamt umhirðu lóðar
  • Móttaka leigutaka vegna viðburðaogupplýsingagjöf til þeirra varðandiumgengni, frágang og aðrar kröfur skv. leigusamningi.
  • Þrif eftir fundi og minni viðburðiþar sem ekki er boðið upp á mat/veitingar
  • Gerir tillögur að hefðbundnu viðhaldi og endurbótum á húsi og búnaði
  • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur:

  • Góð þjónustulund og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og skipuleg vinnubrögð
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af umsjón fasteigna er kostur

 

Umsóknarfrestur er til og með 14. september. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Umsóknum skal skilað á netfangið umsoknir@thingeyjarsveit.is. Frekari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir í síma 512 1800.