Þingeyjarsveit kaupir rafmagnsbíl

Sveitarfélagið hefur fest kaup á nýjum Nissan Leaf rafmagnsbíl. Sveitarstjóri fékk bílinn afhentan hjá B&L á Akureyri, þriðjudaginn 18. september s.l. Uppgefin drægni framleiðanda er um 378 km samkvæmt NEDC stuðli en raundrægni er um 250 km. Rafmagnsbíllinn mun nýtast vel til að komast á milli staða innan sveitarfélagsins sem og utan en oftast er um að ræða ferðir til Akureyrar, Húsavíkur og Mývatnssveitar sem allt er innan 150 km fram og til baka. Þá eru hleðslustöðvar á öllum þessum stöðum og rétt í þessu er verið að setja upp AC hleðslu Laugum. Uppsetning þessara hleðslustöðva gerir það að verkum að innan þessa svæðis er mjög gerlegt að ferðast um á rafmagnsbílum.

Kostir við notkun rafmagnsbíla eru margir, ekki hvað síst fyrir andrúmsloftið þar sem þeir brenna ekki jarðefnaeldsneyti og losa þar af leiðandi ekki CO2 út í andrúmsloftið. Einnig má reikna með því að þeir séu talsvert ódýrari í rekstri en hefðbundnir bílar.

Á heimasíðu Orku náttúrunnar, www.on.is má nálgast margvíslegan fróðleik varðandi rafbílavæðingu, rekstur þeirra og fjölda hleðslustöðva um land allt.