Þingeyjarsveit og Sparisjóður Suður-Þingeyinga í samstarf

Þingeyjarsveit og Sparisjóður Suður Þingeyinga hafa gert með sér samkomulag um að sparisjóðurinn hafi starfsstöð í húsnæði sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 6.  Fyrst um sinn verður opið fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar.   Fyrsti opnunardagur verður 18. október. 

Sparisjóðurinn mun áfram bjóða fyrirtækjum upp á að taka á móti innleggjum og afhenda þeim skiptimynt í Mývatnssveit og er verið að kynna hlutaðeigandi aðilum nýtt fyrirkomulag á þeirri þjónustu.  Hraðbankinn verður að sjálfsögðu áfram í Reykjahlíð og er vakin athygli á að þar er m.a. hægt að:

  • Taka út reiðufé
  • Leggja inn reiðufé
  • Millifæra
  • Greiða reikninga á eigin kennitölu
  • Skoða yfirlit

Þingeyarsveit hvetur íbúa til að nýta sér þjónustu starfsstöðvarinnar að Hlíðarvegi 6.