Þingeyjarsveit

Kæru íbúar sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar var tekin samhljóða ákvörðun að heiti hins nýja sveitarfélags yrði Þingeyjarsveit.

Fyrir liggur niðurstaða ráðgefandi skoðanakannana sem gerðar voru á meðal íbúa þar sem meirihluti þátttakenda valdi heitið Þingeyjarsveit.

Heitið Þingeyjarsveit hefur þann kost að það er að upplagi samheiti nokkurra hreppa sem sameinuðust á tímabilinu 2002 - 2008 og fær nú víðari merkingu með aðkomu Mývetninga.

Til hamingju allir íbúar Þingeyjarsveitar.