Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsmanni til vinnu við leikskóladeildina Barnaborg við Þingeyjarskóla

Leitað er eftir öflugum starfsmanni er getur tekið að sér þrif, aðstoð í eldhúsi og önnur tilfallandi störf inn á deildinni.

Um 100% starfshlutfall er að ræða frá miðjum ágúst 2017.
Vinnutími er á milli 9 og 17
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Þingeyjarskóli er reyklaus vinnustaður.
Umsóknarfrestur er til 15. maí

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla.
Netfang: johannrunar@thingeyjarskoli.is
Sími 4643580