Þingeyjarskóli auglýsir eftir iðjuþjálfa/þroskaþjálfa

Þingeyjarskóli auglýsir eftir iðjuþjálfa/þroskaþjálfa frá 1. febrúar 2017 vegna afleysinga.

Um er að ræða starf frá 1. febrúar til 31. desember 2017.

Þingeyjarskóli er staðsettur í Þingeyjarsveit í Suður Þingeyjarsýslu og er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli.

Leitað er eftir metnaðarfullum, duglegum og jákvæðum einstaklingi til að takast á við ýmis krefjandi og skemmtileg verkefni. Meðal verkefna er m.a. að sinna þjálfun nemenda sem auka þurfa færni sína við skólatengda iðju, félagsfærni og athafnir daglegs lífs.  Þjálfunin fer ýmist fram á einstaklingsgrunndvelli eða í hóp.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri í vs 4643580 eða gsm 8990702