Þingeyjarleikar 2023

Nú í gær fóru fram fyrstu árlegu Þingeyjarleikarnir en það eru sameiginlegir vorleikar Reykjahlíðarskóla, Þingeyjarskóla og Stórutjarnarskóla.

Þingeyjarleikarnir voru haldnir í Reykjahlíðarskóla að þessu sinni og voru nemendur um 140 talsins. Nemendum var skipt í 14 lið og fóru þau á 14 stöðvar þar sem þau áttu að leysa fyrirfram ákveðnar þrautir. Markmið dagsins var tvennt, hafa gaman og kynnast að minnsta kosti tveimur nýjum manneskjum.

Óhætt er að segja að dagurinn hafi heppnast gríðarlega vel og fóru bæði nemendur og starfsfólk sátt heim í lok dags. Myndir koma inn á heimasíðu Reykjahlíðarskóla, https://reykjahlidarskoli.is/thingeyjarleikarnir-2023/