Takmarkanir á starfsemi hjá stofnunum Þingeyjarsveitar

Í ljósi nýrra reglugerðar sem tóku gildi á miðnætti 5. október sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 verða eftirfarandi breytingar á starfsemi sveitarfélagsins til og með 19. október nk.:

  • Opið hús, félagsstarf eldir borgara, fellur niður.
  • Sundlaugin á Laugum verður með óbreytta opnun en með hámark 50 manns í lauginni í einu og gæta skal að 1 metra nálægðartakmörkunum.
  • Líkamsræktarsalnum í Íþróttamiðstöðinni á Laugum verður lokuð.
  • Íþróttasalurinn á Ýdölum verður lokaður nema fyrir íþróttastarf grunnskólanema.
  • Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin eins og verið hefur en umgangur utanaðkomandi er takmarkaður og gæta skal að 1 metra nálægðartakmörkunum. Þeim tilmælum er beint til fólks að nýta tölvupóst og síma eins og kostur er.
  • Starfsemi leikskólanna verður áfram eins og verið hefur en umgangur utanaðkomandi innan skólanna er takmarkaður og gæta skal að 1 metra nálægðartakmörkunum.
  • Starfsemi grunnskólanna verður áfram eins og verið hefur en umgangur utanaðkomandi innan skólanna er takmarkaður. Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inni í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og gæta skal að 1 metra nálægðartakmörkunum.
  • Samkomur og mannfagnaðir í félagsheimilum takmarkast við 20 manns.

Viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar.