Aðgangur að skrifstofu Þingeyjarsveitar vegna COVID-19

Vegna gildandi takmarkana á samkomum sem gildir til 1. desember nk. verður aðgangur að skrifstofu Þingeyjarsveitar áfram takmarkaður.

Ef nauðsyn krefur er unnt að hitta starfsmenn sveitarfélagsins gegn beiðni um slíkt. Sóttvörnum skal fylgt í hvívetna á slíkum fundum.

Fólki er bent á heimasíðu sveitarfélagsins thingeyjarsveit.is og tölvupóst starfsmanna en einnig á síma 4643322.

Sveitarstjóri