Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur hafið störf

Margrét Hólm Valsdóttir hefur tekið við starfi sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Hún hefur mikla þekkingu á svæði því sem Þingeyjarsveit nær yfir, í gegnum búsetu og störf.

Margrét kemur frá Íslandsbanka en þar hefur hún gegnt starfi útibússtjóra bankans á Húsavík sl. sex ár. Margrét Hólm er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá sama skóla og með diploma í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur einnig lokið námi frá Akademias sem viðurkenndur stjórnarmaður.

Margrét hefur fjölbreytta starfsreynslu að baki, var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður Þingeyinga á árunum 1999-2005, fjármálastjóri Framhaldsskólans á Laugum, skrifstofustjóri, sölu og markaðsstjóri Reynihlíðar hf. í Mývatnssveit, hótelsstjóri Hótels Laxár í Mývatnssveit og skrifstofustjóri Norðurþings frá 2015-2017.

Margrét sat einnig í sveitarstjórn Skútustaðahrepps á árunum 2006-2010 og gegndi þar stöðu oddvita. Hún hefur einnig mikla reynslu af nefndarstörfum í gegnum tíðina og er nú formaður stjórnar Matvælasjóðs og formaður stjórnar Náttúrustofu Norðausturlands ásamt því að sitja í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga.

Við bjóðum Margréti velkomna til starfa hjá Þingeyjarsveit.