Sveitarstjórn fundar á fimmtudögum

Athygli íbúa er vakin á að frá og með fimmtudeginum 12. janúar 2023 fundar sveitarstjórn Þingeyjarsveitar á fimmtudögum en hefur haft miðvikudag sem fundardag. Sú regla er á fundahaldi sveitarstjórnar að hún kemur saman annan og fjórða fimmtudag í mánuði hverjum, þannig er annar fundur á nýju ári, sá 16. í tíð sveitarfélagsins, fimmtudaginn 26. janúar nk. Að öðru leyti er vísað til fundadagatals Þingeyjarsveitar sem er að finna hér á heimasíðunni.