Sveitarstjóri lætur af störfum

Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í dag var tekin fyrir beiðni Jóns Hróa Finnssonar sveitarstjóra um að vera leystur frá störfum. Í uppsagnarbréfi Jóns Hróa kemur fram að ástæður hans fyrir uppsögninni eru af persónulegum toga. Sveitarstjórn féllst á uppsögnina.

Jón Hrói mun láta af starfi sveitarstjóra í dag, 19. janúar og Gerður Sigtryggsdóttir tekur við framkvæmdastjórn sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn þakkar Jóni Hróa fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.