Sumarvinna 2020 - Könnun á eftirspurn

Undirbúningur sumarstarfa hjá Þingeyjarsveit er nú í fullum gangi. Starfsemi vinnuskóla fyrir 14 til 17 ára, möguleika á ýmiskonar störf fyrir 18 ára og eldri, garðvinna, girðingarvinna, fegrun umhverfis o.fl. Einnig er verið að skoða möguleika á samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga um sumarstörf háskólanema sem eru rannsóknatengd störf.

Til þess að geta skipulagt og metið eftirspurnina er óskað eftir því að þeir sem hafa hug á að sækja um hjá sveitarfélaginu sendi upplýsingar á netfangið hermann@thingeyjarsveit.is fyrir 14. maí. Eftirfarandi upplýsingar óskast: Nafn, kennital og lögheimili. Einnig nám og annað sem skiptir máli.  

Í framhaldinu verður staðan metin og fyrirhuguð störf auglýst til umsóknar. Þetta er hluti aðgerða vegna COVID-19 og beinist fyrst og fremst að ungu námsfólki sem er í atvinnuleit og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum.