Sumarstarf við rannsóknaverkefnið Lífið í Flatey

Þingeyjarsveit óskar eftir að ráða háskólanema í tveggja mánaða sumarstarf við rannsókn á lífinu í Flatey á Skjálfanda.

Um er að ræða viðtalsrannsókn við fullorðna einstaklinga sem bjuggu í Flatey.
Verkefnið gengur út á að undirbúa rannsóknina, taka viðtöl og vinna úr þeim.
Verkefnið verður unnið í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga og Urðarbrunn, sem munu hafa umsjón með verkefninu.

Skilyrði er að námsmaður hafi búsetu í Þingeyjarsveit og verður aðstaða námsmanns í Seiglu.

Leitað er að háskólanema með bakgrunn í félagsvísindum eða tungumálum en námsmenn úr öðrum greinum koma einnig til greina.

Starfstími verður samkomulag við námsmann en gert er ráð fyrir að starfið verði unnið á tímabilinu 1. júní-31. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 25. maí næstkomandi. Umsóknir ásamt ferilskrám skal senda á dagbjort@thingeyjarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri dagbjort@thingeyjarsveit.is og Helena Eydís helena@hac.is