Styrkveitingar Matvælaráðuneytisins - opið fyrir umsóknir

 

Matvælaráðuneytið hefur nú opnað fyrir umsóknir í Matvælasjóð og þróunarverkefni búgreina.

SSNE býður upp á fría ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa áhuga á að sækja um. Ráðgjafar SSNE eru staðsettir á Húsavík og Akureyri, hafðu samband og bókaðu viðtal.

 

 

Matvælasjóður er nú opinn fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til miðnættis 29. febrúar. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

 

Þróunarverkefni búgreina er sjóður sem syrkir verkefni innan nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Opið er fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til 15. mars.

Sótt er um í sjóðina tvo í gegnum Afurð sem er starfrænt stjórnsýslukerfi Matvælaráðuneytisins.