Fara í efni

Styrkur til búnaðarkaupa fyrir minka- og refaveiðimenn Þingeyjarsveitar

Samkvæmt 4. grein reglna um minka- og refveiðar skal sveitarfélagið auglýsa eftir umsóknum um styrk til búnaðarkaupa minka- og refaveiðmanna á hverju ári. Úthlutunarreglur eru sem hér segir: 

Úthlutunarreglur fyrir búnaðarstyrk refa- og minkaveiðimanna.
 
1. gr.
Samkvæmt reglum um refa- og minkaveiði í Þingeyjarsveit skal sveitarfélagið auglýsa styrk á
hverju ári til búnaðarkaupa samningsbundinna veiðimanna. Framlag til úthlutunar er ákveðið
við gerð fjárhagsáætlunar Þingeyjarsveitar ár hvert.
 
2. gr.
Aðeins þeir sem eru samningsbundnir sveitarfélaginu sem refa- og minkveiðimenn geta sótt
um styrk til búnaðarkaupa refa- og minkaveiðmanna.
 
3. gr.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skal auglýsa eftir umsóknum eftir styrk eigi síðar en 1. febrúar
ár hvert. Í auglýsingunni skal koma fram heildarupphæð styrksins, áhersla sveitarstjórnar og
eða nefndarinnar við úthlutun ásamt þeim upplýsingum sem nefndin krefst hverju sinni.
 
4. gr.
Við mat styrkumsókna skal horfa til þess:
 Hvort aðilar hafi fengið styrk áður
 Gagnsemi og nauðsyn búnaðarins m.t.t. refa- og minkaveiða
 Rökstuðning umsækjenda fyrir þörfinni á búnaði
Áherslu sveitarstjórnar og eða atvinnu- og nýsköpunarnefndar
 
Nefndin skal miða við að yfirfara og svara styrkumsóknum eigi síðar en 20. febrúar ár hvert.
 
5. gr.
Með setningu búnaðarstyrkja verður ekki heimilt að kaupa búnað til veiða á reikning
sveitarfélagsins heldur er styrkurinn ætlaður til þeirra kaupa.

 

Umsóknir um styrk skulu berast sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs á póstfangið ingimar@thingeyjarsveit.is fyrir 4. nóvember næstkomandi. 

Getum við bætt efni þessarar síðu?