Styrkir til lista- og menningarstarfs

Styrkir til lista- og menningarstarfs

Íþrótta og tómstundanefnd Þingeyjarsveitar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna lista- og menningarstarfs á árinu 2023. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki og metur nefndin hvaða verkefni eru styrkhæf og hver ekki. Félagasamtök þurfa að skila inn ársreikningi liðins árs með umsókn. Þá ber öllum að skila inn til nefndarinnar greinargerð um framgang verkefnis og ráðstöfun styrkfjár innan árs frá styrkveitingu. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu og/eða á skrifstofu Þingeyjarsveitar. Umsóknir og fylgiskjöl skulu berast til skrifstofu sveitarfélagsins eða til Óskar á netfangið okkah@hotmail.com í síðasta lagi 30.mars. n.k.

Ath. minnum styrkþega 2022 á að skila inn greinargerð um framgang verkefnis og ráðstöfun styrkfjár.

Íþrótta- tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveitar