STÓRI Plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl

Þingeyjarsveit hvetur alla íbúa til að taka þátt í stóra plokkdeginum sunnudaginn 28. apríl. 

Með átaki getum við öll hjálpast að við að gera sveitina snyrtilega. Þetta er tækifæri til að sameina útiveru með fjölskyldunni og hjálpast að við að koma Þingeyjarsveit í sparifötin fyrir sumarið.

Hægt verður að nálgast plastpoka og einnota hanska hjá áhaldahúsum okkar við Múlaveg 2 í Mývatnssveit og Iðnbæ á Laugum milli kl 10-12:00 á sunnudaginn. Hægt verður að skila pokunum með rusli á sömu staði.

Tökum öll þátt í að gera sveitina okkar fínni fyrir sumarið.