Störf við Þingeyjarskóla

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsmanni við leikskóladeildina Krílabæ. Starfið felur m.a. í sér stuðning við nemanda og almenn störf inná deildinni.

Krílabær er staðsettur á Laugum í Reykjadal.

Um er að ræða 80-100% starf.

 

Þingeyjarskóli auglýsir einnig eftir stuðningsfulltrúa í 50 – 60% starf við grunnskóladeild skólans.

Grunnskóladeildin er staðsett á Hafralæk.

Áhersla er á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti, samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna skólans.

Gerðar eru kröfur um góða hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Reynsla af starfi með börnum kostur.

 

Umsóknarfrestur er til 25. júní 2021.

Umsóknir skulu sendast á netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri í vs. 4643580/gsm 8990702 eða í gegnum netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is