Hraðallinn - Startup Stormur

Næstkomandi þriðjudag, 5. september kl. 11:30-12:00 verður rafrænn kynningarfundur á hraðlinum Startup stormur sem Norðanátt stendur fyrir. Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi og er markmið okkar að skapa kraftmikið samfélag fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á svæðinu sem eru að vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.

Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi sem eru að vinna að grænum verkefnum og vilja ná lengra með verkefni sín.

Hér er tengill á viðburðinn!