STARF Á SKRIFSTOFU ÞINGEYJARSVEITAR

Þingeyjarsveit auglýsir laust til umsóknar 50% starf á skrifstofu sveitarfélagsins við launabókhald o.fl. frá og með næstu áramótum.  

Um áramótin mun skrifstofan innleiða nýtt bókhalds- og launakerfi, NAV frá WISE og mun koma inn á starfssvið viðkomandi starfsmanns. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur frumkvæði og sjálfstæði í starfi.  

Hæfniskröfur:

  • Þekking og reynsla af launabókhaldi
  • Reynsla af bókhaldi og almennum skrifstofustörfum
  • Samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og metnaður

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 10. desember n.k.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 464 3322/862 0025

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á netfangið dagbjort@thingeyjarsveit.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Sveitarstjóri