Sóttvarnir á skrifstofu Þingeyjarsveitar

Vegna fjölgunar smita á Norðausturlandi hafa verið settar ákveðnar reglur sem gilda um starfsemina á skrifstofu Þingeyjarsveitar frá og með 29. október.

Það sem snertir helst íbúa/utanaðkomandi er eftirfarandi:

Umgangur um skrifstofuna er takmarkaður og viljum við biðja þá sem eiga erindi við okkur að hringja í síma 464 3322 og/eða senda tölvupóst á viðkomandi starfsmann (netföng starfsmanna: https://www.thingeyjarsveit.is/is/starfsfolk ) og reyna að afgreiða erindi með þeim hætti. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið thingeyjarsveit@thingeyjarsveit.is

Skrifstofan verður áfram opin alla virka daga frá kl. 9:00 til 15:00 en með þessum annmörkum.

Þeir sem koma inn á skrifstofuna (af sérstökum ástæðum) þurfa að bera grímu.

Þetta er gert til að lágmarka smithættu skjólstæðinga og starfsfólks og höfðum við til samfélagslegrar ábyrgðar hvers og eins.

 

Viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar