Sorplosun á svæði 1 og 2

Vegna veðurs og færðar náðist ekki að sækja sorp á alla bæi á svæði 1 Reykjadalur – Staðarbraut - Laxárdalur og svæði 2 Aðaldalur frá Laxárvirkjun að Fljótsbrú, eins og gert var ráð fyrir. Þess í stað er stefnt á sorplosun þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. janúar.  Vinsamleg tilmæli til íbúa að gera greiðfært að sorptunnum.