Sólstöðuhátíð til minningar um Stjörnu-Odda

Á sumarsólstöðum, laugardaginn 20. júní 2020, verður haldin sólstöðuhátíð til minningar um Stjörnu-Odda Helgason sem var samkvæmt heimildum vinnumaður að Múla í Aðaldal skömmu eftir 1100. Hann er þekktur fyrir texta um sólargang sem eftir hann liggur og nefnist Odda tala.

13:00 Afhjúpun minnisvarða um Odda Helgason við heimreið að Grenjaðarstað

14:00 Málþing Ýdölum í Aðaldal: Stjörnu-Oddi

Dagskrá:

  1. Setning: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
  2. Erindi - Þórir Sigurðsson, fyrv. lektor, Háskólanum á Akureyri:

Mælingar og mögulegar aðferðir Stjörnu-Odda (30 mín)

  1. Kaffihlé (30 mín)
  2. Erindi - Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknaprófessor, Árnastofnun:

Stjörnumörk, stórþing, leiðslur og lastafans: Handrit Odda tölu. (30 mín)

  1. Erindi - Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrv. prófessor, Háskóla Íslands:

Uppruni og tilgangur Odda tölu (30 mín)

  1. Almennar umræður
  2. Þingi slitið: Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands

Fundarstjóri: Einar H. Guðmundsson, fyrrv. prófessor, Háskóla Íslands

Að loknum umræðum og þingslitum gefst frekara tækifæri til að ræða við fyrirlesara, skoða veggspjöld, kynna sér fræðsluefni og fylgjast með sólargangi (ef veður leyfir).

21:44 Sumarsólhvörf

 

Einar H. Guðmundsson

Sævar Helgi Bragason

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þórir Sigurðsson

Tilkynna þátttöku hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScVrQpfFi_304sHxg3_nJuqYVHE1l_EFS0wxdcQ6UJR-W2ZTA/viewform

Fasbókarsíða: https://www.facebook.com/events/274905590547192/