Söfnun á brotajárni í Þingeyjarsveit.

Í sumar verður íbúum Þingeyjarsveitar boðið upp á söfnun á brotajárni, bílhræjum, þakjárni o.fl. járnkyns.  Kostnaður vegna förgunar bílhræja er kr. 10.000 en annars er söfnunin íbúum að kostnaðarlausu. 

Íbúar í Þingeyjarsveit eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að fegra umhverfið og bæta ásýnd sveitarfélagsins.

Þeir sem hafa áhuga á að losna við brotajárn eða vantar nánari upplýsingar hafi samband á netfangið  hermann@thingeyjarsveit.is