Skrifað undir samning um ljósleiðarastyrk

Mynd: f.v Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjór…
Mynd: f.v Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Þann 28. febrúar skrifuðu fulltrúar fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga undir samninga um styrk sjóðsins til sveitarfélaga vegna ljósleiðaravæðingar þeirra í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Athöfnin fór fram á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30 í Reykjavík þar sem fulltrúar sveitarfélaganna og Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfestu samningana með undirskrif sinn.

Þingeyjarsveit hlaut styrk að fjárhæð 29 milljónir til verkefnisins fyrir árið 2017 og mætti sveitarstjóri f.h. sveitarfélagsins til að undirrita og handsala samninginn.


F.v Haraldur Benediktsson formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs, Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri.