Skráning er hafin í vinnuskólann sumarið 2021

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskóla Þingeyjarsveitar í sumar. Vinnuskólinn er fyrir ungmenni fædd árin 2005, 2006 og 2007 þ.e. fyrir 8. til 10. bekk grunnskóla.

Skráning er rafræn og fer fram hér og mikilvægt að fylla út alla reiti í skráningarforminu.

Skráningu líkur föstudaginn 28. maí nk.

Í vinnuskólanum eru unnin ýmiss störf utandyra sem snúa að umhirðu og garðyrkju á opnum svæðum sveitarfélagsins.

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 7. júní til 6. ágúst

Nánari upplýsingar veitir Hermann Pétursson umsjónarmaður í síma: 858 3322, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið hermann@thingeyjarsveit.is