Skólastjóri Þingeyjarskóla

Lilja Friðriksdóttir
Lilja Friðriksdóttir

Staða skólastjóra Þingeyjarskóla var auglýst laus til umsóknar þann 16. febrúar sl. Sex umsóknir bárust um stöðuna.

Lilja Friðriksdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Þingeyjarskóla næsta skólaár meðan Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri er í námsleyfi. Lilja hefur störf 1. ágúst nk.

Lilja er grunnskólakennari að mennt og er að ljúka mastersprófi af menntavísindasviði nú í vor með áherslu á stjórnun og forystu í lærdómssamfélagi. Hún hefur mikla reynslu af skólastarfi og kennslu barna og unglinga, var umsjónarkennari í Borgarhólsskóla 2005-2007, í Hrafnagilsskóla 2007-2016 og í Borgarhólsskóla 2016-2023.

Þingeyjarsveit býður Lilju velkomna til starfa.