Skólastarf grunn- tónlistar- og leikskóladeilda Þingeyjarsveitar í fyrstu viku eftir páska

Á fundi viðbragðsteymis Þingeyjarsveitar með skólastjórum Stórutjarnaskóla og Þingeyjarskóla þann 6. apríl s.l. var farið yfir skólastarf grunn- tónlistar- og leikskóladeilda sveitarfélagsins s.l. vikur.

Allt fjarnám hefur almennt gengið vel og eru kennarar ánægðir með hvernig til hefur tekist.  Nemendur og foreldrar eru einnig almennt ánægðir með þetta fyrirkomulag skólahalds og hafa viðhorfskannanir m.a. sýnt það. Fjarnám kallar á mikið samstarf heimilis og skóla, því má segja að allir hafi lagst á eitt um að láta hlutina ganga við þessar sérstöku aðstæður og vil ég þakka fyrir það. Leikskólavist fyrir forgangshópa hefur aðeins verið nýtt í Barnaborg.

Á fundinum var sú ákvörðun tekin að halda óbreyttu fyrirkomulagi skólahalds í fyrstu viku eftir páska, þ.e. að halda áfram fjarkennslu á öllum stigum grunnskólanna og að hafa leikskólana opna fyrir leikskólabörn og nemendur yngsta stigs grunnskóla sem tilheyra forgangshópum. Viðbragðsteymið og skólastjórar munu svo funda aftur þann 14. apríl n.k. þar sem ákvörðun veður tekin um næstu skref.

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri