Skólahald í leik og grunnskólum Þingeyjarsveitar

Nú í upphafi skólahalds leik og grunnskóla á nýju ári þarf að huga að ýmsum þáttum vegna samkomutakmarkana yfirvalda vegna covid farsóttar. Skólahald verður með eins hefðbundnu sniði og hægt er. Horfa þarf til þessara þátta.

 

  • Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
  • Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
  • Nálægðarmörk: Almennt gildir 2 metra nálægðarregla, í kennslustofum skal leitast við að hafa minnst 1 metra milli nemenda í en að öðrum kosti ber nemendum í framhalds- og háskólum að bera grímu. Nálægðartakmarkanir taka ekki til barna á leikskólaaldri og ekki til starfsfólks í samskiptum við þau börn.
  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.

Við hvetjum forráðamenn barna að takmarka heimsóknir í skólana eins og kostur er og nota frekar síma og eða tölvupóst. Sama gildir um aðra vinnustaði sveitarfélagsins.

Hér má sjá reglugerðina á vef Stjórnartíðinda

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=e3757fa0-2f5a-4436-84af-fc2cac755ecc

Eins viljum við minna á að fólk passi vel upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir og virða þær almennu takmarkanir sem eru í gildi.

Opið hús eldri borgara.

Umsjónarmenn með opnu húsi eldri borgara í Þingeyjarsveit hafa ákveðið að ekki verði farið að stað aftur á nýju ári fyrr en samkomutakmarkanir verði rýmkaðar. Það mun verða auglýst sérstaklega.

 

Kær kveðja,

Viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar vegna Covid-19