Skólahald fellt niður í Þingeyjarskóla vegna COVID-19 smits.

Skólahald í Þingeyjarskóla var fellt niður í morgun vegna COVID-19 smits. Smitrakning stendur yfir og verið að greina hverjir fara í sóttkví og/eða smitgát. Staðan verður endurmetin um helgina, hvenær og hvernig skólahaldi verði háttað í næstu viku.

Við hvetjum alla til að fara varlega og gæta sérstaklega að sóttvörnum.

Viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar.