Skoðunaráætlun eldvarnaeftirlits 2023.

Gerð hefur verið skoðunaráætlun fyrir eldvarnareftirlit Þingeyjarsveitar fyrir árið 2023. Gert er ráð fyrir að árið 2023 verði byggingar í notkunarflokkum 4 og 5 skoðaðar.

Í þessum flokkum eru hótel og gistiheimili auk allra skóla á svæðinu. Þá eru einnig nokkrar byggingar í forgangsskoðun. Þetta eru 84 skoðanir.

Þess utan fara fram úttektir vegna öryggis og lokaúttekta auk umsagna vegna ýmissa tækifærisleyfa.

 

Slökkviliðsstjóri.