Skipulagslýsing - deiliskipulag Laxárstöðva

Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar samþykkti þann 15. nóvember 2023 afgreiðslu skipulagsnefndar um að kynna skuli skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar Laxárstöðva í Aðaldal og Mývatnssveit í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tilgangur skipulagsins er að skilgreina lóðir þar sem þær eru ekki til fyrir og núverandi byggingar og byggingarreitir skilgreindir á lóðunum. Sett verða ákvæði hvað varðar viðbyggingar við núverandi hús eða endurbyggingar húsa ásamt öðrum þeim ákvæðum sem ástæða verður til að skilgreina í deiliskipulagi. Deiliskipulagið gerir ekki ráð fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu.

Skipulagslýsingin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.thingeyjarsveit.is og á skrifstofu sveitarfélagsins. Skipulagslýsingin er auglýst með umsagnarfresti frá og með 28. nóvember til og með 19. desember 2023. Umsagnir við lýsinguna skulu berast í gegnum skipulagsgatt.is, númer 900/2023 eða skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins, Kjarni, 650 Laugar.