Ráðning verkefnastjóra sameiningarmála

Linda Björk Árnadóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra sameiningamála og hóf hún störf formlega 20. febrúar síðastliðinn.

Linda Björk er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og stundar nú mastersnám við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu. Linda er búsett í Reykjahlíð og verður því starfstöð hennar á skrifstofu sveitarfélagsins í Reykjahlíð.

Við væntum mikils af Lindu sem mun leiða áfram verkefni sem snúa að sameiningu sveitarfélaganna okkar.

Við bjóðum Lindu velkomna til starfa hjá sveitarfélaginu.