Ráðning skólastjóra við Stórutjarnaskóla

Sveitarstjóri og Birna skólastjóri Stórutjarnaskóla
Sveitarstjóri og Birna skólastjóri Stórutjarnaskóla

Gengið hefur verið frá ráðningu Birnu Davíðsdóttur í stöðu skólastjóra við Stórutjarnaskóla frá 1. ágúst 2021.

Birna er með B-Ed próf í leikskólakennarafræði og með grunnskólakennararéttindi ásamt MA í Menntavísindum á svið stjórnunar og forystu frá Háskólanum á Akureyri. Jafnframt hefur Birna lagt stund á nám í rekstri fyrirtækja, Máttur kvenna, við Háskólann á Bifröst. Frá haustinu 2009 hefur Birna starfað sem leik- og grunnskólakennari við Stórutjarnaskóla og þekkir því vel til skólans.

Við væntum mikils af starfi Birnu sem hefur góða þekkingu á skólastarfi og skýra framtíðarsýn um að leiða skapandi skólastarf og virkja þátttöku skólans í samstarfi við aðra skóla í sveitarfélaginu og nærliggjandi sveitarfélögum.

Sveitarstjóri.