Orkusalan gefur Þingeyjarsveit rafhleðslustöð

Fyrr í mánuðinum komu starfsmenn Orkusölunnar færandi hendi og gáfu sveitarfélaginu rafhleðslustöð. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið á ferðalagi um landið í þeim tilgangi að færa öllum sveitarfélugum eina slíka stöð.

Þingeyjarsveit tekur gjöfinni fagnandi og stefnt er að því að koma henni upp á nýju ári.