Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla

Nú stendur yfir skráning í vinnuskóla Þingeyjarsveitar. Vinnuskólinn verður starfræktur alla virka daga á tímabilinu 12. júní - 4. ágúst, samtals 8 vikur.

Skráning fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að skrá símleiðis í síma 464-3322 eða prenta út umsóknar eyðublað á heimasíðu Þingeyjarsveitar og senda á skrifstofuna. Umsóknarfrestur er til 31. maí.

Umsækjendur fá  sent bréf heim með nánari upplýsingum um vinnutíma, markmið og reglur vinnuskólans.

Rétt til vinnuskólans hafa ungmenni í Þingeyjarsveit  fædd 2001, 2002 og 2003 ( 8. 9. og 10. bekkur)

Móttöku umsókna og nánari upplýsingar veita Jónas og Margrét á skrifstofu Þingeyjarsveitar í síma 464-3322

Vinnuskólinn sinnir ýmsum verkefnum utandyra í sveitarfélaginu á sviði garðyrkju. Einnig verður boðið uppá uppbrot í vinnuskólanum. Verið er að vinna þá dagskrá og verður hún auglýst nánar síðar.

Umsóknareyðurblað fyrir vinnuskóla er hægt að nálgast HÉR.