Nýr slökkvibíll

Nýr slökkvibíll Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar
Nýr slökkvibíll Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar

Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar fengu í vikunni nýja slökkvibifreið.  Bifreiðin er keypt í samstarfi og samvinnu við Vaðlaheiðargöng hf. en slökkviliðið gerði ásamt slökkviliðinu á Akureyri, samning við Vaðlaheiðargöng um öryggismál og aðkomu slökkviliðanna að göngunum.  Slökkvilið Akureyrar fékk samskonar bifreið.  Reiknað er með að hægt verði að taka slökkvibílinn í notkun fljótlega en beðið er eftir námskeiði fyrir slökkviliðsmenn á búnað bifreiðarinnar. 

Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni IVECO og er fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur með One Seven 1300 slökkvikerfi, með mónitor á framstuðara, IR myndavél (hitamyndavél) ásamt tveim handvélum (hitamyndavélum), 2700 lítra loftbanka fyrir slökkviliðsmenn, klippubúnað, loftpúðum, 12m stiga og 5 reykköfunartækjum.