Nýr skipulagsfulltrúi í Þingeyjarsveit

Atli Steinn Sveinbjörnsson hefur verið ráðinn í starf skipulagsfulltrúa hjá Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi og hefur þegar hafið störf. Atli Steinn tekur við embættinu af Guðjóni Vésteinssyni sem lætur af störfum 30. september n.k.

Atli Steinn er með B.Sc í umhverfis- og orkufræði og kennsluréttindi frá Háskólaunum á Akureyri og er að ljúka M.Sc í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Netfang og sími Atla steins er: atli@skutustadahreppur.is og 464 6664.