Nýr forstöðumaður Sundlaugarinnar á Laugum

Óli Hákon Hertervig hefur verið ráðinn forstöðumaður Sundlaugarinnar á Laugum og hóf hann störf s.l. mánudag 19. febrúar.

Óli Hákon er 31 árs gamall heimspekinemi, búsettur á Jarlstöðum í Aðaldal. Sambýliskona hans er Sólrún Sveinbjörnsdóttir. Við bjóðum Óla Hákon velkominn til starfa um leið og við þökkum Írisi Bjarnadóttur fyrir vel unnin störf en hún mun ljúka störfum sem forstöðumaður um n.k. mánaðarmót.