Ný samþykkt um stjórn og fundarsköp staðfest

Á föstudag bárust þær fregnir frá innviðaráðuneyti að breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp, sem sveitarstjórn samþykkti á 3. fundi sínum þann 22. júní sl., hefðu hlotið staðfestingu ráðuneytisins. Samþykktin munu birtast í B-deild stjórnartíðinda á næstu dögum og öðlast gildi þegar það gerist.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að tekið er upp hefðbundið stjórnskipulag sveitarfélaga þar sem framkvæmdastjórn er í höndum sveitarstjóra. Þannig er fallið frá stjórnskipulagstilraun sem ráðuneytið hafði áður staðfest, þar sem gert var ráð fyrir að stjórn sveitarfélagsins væri í höndum þriggja sviðsstjóra, sem sætu í framkvæmdastjórn sveitarfélagsins ásamt einum fulltrúa sveitarstjórnar.

Með birtingu nýrrar samþykktar um stjórn og fundarsköp verður nafnið Þingeyjarsveit jafnframt opinbert nafn sveitarfélagsins.

Ítarefni: