Niðurstöður skuggakosninga

Niðurstöður skuggakosninga meðal nemenda í grunnskólum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar
liggja fyrir. Skuggakosningarnar gengu vel og var mikil kátína meðal nemenda með framkvæmdina og vekur
vonandi áhuga þeirra á málefnum nærsamfélagsins til framtíðar. Samanlagt voru á kjörskrá 148 nemendur,
en af þeim greiddu 138 atkvæði eða um 93%. Frábær þátttaka!

Niðurstöður voru nokkuð mismunandi meðal skóla sem er áhugavert, en þær voru sem hér segir.


Reykjahlíðarskóli:
Á kjörskrá: 38
Atkvæði greiddu: 37
Kjörsókn: 97,4%
Goðaþing: 10 atkvæði eða 27%
Laxárþing: 11 atkvæði eða 29,7%
Suðurþing: 6 atkvæði eða 16,2%
Þingeyjarsveit: 8 atkvæði eða 21,6%
Auðir og ógildir: 2 eða 5,4%


Stjórutjarnaskóli:
Á kjörskrá: 39
Atkvæði greiddu: 37
Kjörsókn: 94,9%
Goðaþing: 10 atkvæði eða 27%
Laxárþing: 1 atkvæði eða 2,7%
Suðurþing: 6 atkvæði eða 16,2%
Þingeyjarsveit: 20 atkvæði eða 54,1%
Auðir og ógildir: 0


Þingeyjarskóli:
Á kjörskrá: 71
Atkvæði greiddu: 64
Kjörsókn: 90,1%
Goðaþing: 6 atkvæði eða 9,4%
Laxárþing: 19 atkvæði eða 29,7%
Suðurþing: 7 atkvæði eða 10,9%
Þingeyjarsveit: 32 atkvæði eða 50%
Auðir og ógildir: 0


Samanlagt
Á kjörskrá: 148
Atkvæði greiddu: 138
Kjörsókn: 93,2%
Goðaþing: 26 atkvæði eða 18,8%
Laxárþing: 31 atkvæði eða 22,5%
Suðurþing: 19 atkvæði eða 13,8%
Þingeyjarsveit: 60 atkvæði eða 43,5%
Auðir og ógildir: 2 eða 1,4%

Nafnið Þingeyjarsveit er því ótvíræður sigurvegari skuggakosninganna. Við þökkum nemendum kærlega
þeirra mikilvæga framlag.