Niðurstaða hönnunarsamkeppni liggur fyrir – Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar gerði hlé á sveitarstjórnarfundi sínum í dag kl. 15:00 til þess að fylgjast með kynningu heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur tilkynna niðurstöður úr hönnunarsamkeppni um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík á streymisfundi. Niðurstöður dómnefndar og yfirlit tillagna í samkeppninni má finna hér.

Fyrirhugað er að nýtt og glæsilegt 60 eininga hjúkrunarheimili rísi í hlíðinni ofan Dvalarheimilisins Hvamms og er áætlað að framkvæmdir hefjist sumarið 2021 og ljúki í lok árs 2023. Alls bárust 32 tillögur í hönnunarsamkeppnina og hefur dómnefnd skipuð fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins, sveitarfélaganna sem standa að uppbyggingunni og fulltrúum frá Arkitektafélagi Íslands nú lokið störfum. Verkkaupar eru heilbrigðisráðuneytið, Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur.